top of page

Láttu okkur vita hvað þú vilt láta gera og við komum því í verk

Hvort sem þú ætlar að gera meira háttar breytingar eða tími er kominn til minnháttar viðhalds getur Lítið Mál komið því í verk

Reynsla okkar manna tryggir gæði hvers verks sem unnið er að ,hvort sem þau eru stór eða smá, þvi við erum smámunasamir og leggjum mikla áheyrslu á að skila góðu verki .

Við einbeitum okkur að því að viðskiptavinir okkar fái meiri gæði og þjónustu en þeir gera ráð fyrir. Við leggjum áheyrslu á að tryggja ánægju viðskiptavina sem gefur þeim aukið gildi og tryggir okkur frekari viðskipti þeirra sem og nýrra viðskiptavina.

Þrátt fyrir að þú fáir bestu fáanlegu efni og vinnu á markaðinum muntu sjá að verð okkar eru mjög samkeppnishæf.

Þú skalt ekki bara taka orð okkar trúanleg heldur hvetjum við þig til að tala við viðskiptavini okkar og gæta þannig að orðspori okkar.

Við erum stoltir af verkum okkar. Þess vegna ábyrgjumst við þau.

Við bjóðum meðal annars uppá eftirfarandi þjónustu:

  • Alla almenna málningarvinnu
  • Alhliða tilboð vegna viðhalds
  • Alhliða tilboð vegna nýbygginga
  • Fullkomna þjónustu vegna viðhalds eigna
  • Viðgerðir á múr
  • Viðgerðir á gluggum
  • Mat á ástandi eigna utan-sem innahúss
  • Gerð útboðslýsinga vegna útboðs viðhaldsvinnu við húseignir
  • Og fleira

Sérhæfing okkar er eftirfarandi:

 1. Málningarþjónusta 

Lítið Mál hefur skapað sér sérstöðu fyrir frábæra þjónustu, vönduð vinnubrögð, sterka samstarfsaðila og byrgja. Við notum málningu frá Slippfélaginu, Málningu, Flugger og Sérefnum. Tökum einnig að okkur sprautun. Bendum aðilum sem eru að taka fyrsta skrefin að kynna sér ráðleggingar hjá Slippfélaginu http://www.slippfelagid.is/husadeild/litir/radleggingar.php og hika svo ekki við að hafa samband. Við erum sérfræðingar í því sem við gerum.

2. Múrviðgerðir

Múrviðgerðir í samræmi við ástandsmat. Við metum ástand fasteignarinnar og gerum ykkur tilboð í samræmi við það. Sjáum einnig um alsherjar viðhald á húsum, tökum að okkur háþrýstiþvott, steypuviðgerðir, almennar húsaviðgerðir, sandspörslun og fleira þar fram eftir götum.

3. Tilboðsgerðir

Tökum að okkur tilboðsgerðir fyrir alla almenna málningarvinnu, múrviðgerðir, gluggaviðgerðir, ástandsmat, innan sem utan.

Hringdu í okkur í dag. Við erum ekki ánægðir fyrr en þú ert það.

Sigurður 896-5758

Lítið Mál ehf. Kt. 570708-0660, Melabraut 10, 170 Seltjarnarnes, Netfang: siggi@litidmal.com

bottom of page